Íslandsmótið i krullu: Frestaður leikur úr 7. umferð

Í kvöld fer fram einn leikur í deildarkeppni Íslandsmótsins, frestaður leikur úr sjöundu umferðinni.

Leikurinn er úr sjöundu umferð mótsins, átti að fara fram miðvikudagskvöldið 17. febrúar en var frestað vegna forfalla. Það eru toppliðin tvö (þ.e. eftir sjöttu umferðina), Skytturnar og Mammútar sem eigast við í þessum "lokaleik" fyrri hluta mótsins. Þegar leikurinn fer fram er síðari umferð mótsins reyndar hafin því áttunda umferð (og sú fyrsta í seinni hlutanum) verður (var) leikin mánudagskvöldið 22. febrúar.

Ef miðað er við fyrri hluta mótsins verður það sigurliðið úr þessum leik sem "vinnur" fyrri hluta deildarkeppninnar..

Leikur 24. febrúar:

Braut 5: Skytturnar - Mammútar