Íslandsmótið: Garpar með tveggja vinninga forskot

Garpar með enn einn sigurinn, Mammútar eiga leik til góða.

Garpar héldu áfram sigurgöngu sinni á Íslandsmótinu í kvöld, en lentu þó í kröppum dansi gegn Fálkum. Garpar lentu undir en náðu að jafna í næstsíðustu umferðinni og stela stigi í lokaumferðinni. Garpar hafa þar með náð tveggja vinninga forskoti á Mammúta, en Mammútar sátu yfir í umferð kvöldsins. Þessi lið eigast einmitt við í næstu umferð og myndu Garpar fara vel áleiðis með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn ef þeir vinna þann leik - þyrftu þá aðeins einn sigur til viðbótar úr síðustu þremur leikjum sínum. Það er því Mammútum mjög mikilvægt að ná sigri gegn Görpum og hleypa þannig aukinni spennu í þetta kapphlaup liðanna um titilinn.

Skytturnar komust í kvöld í þriðja sæti mótsins með sigri á Víkingum og Fífurnar unnu sinn fyrsta sigur á mótinu þegar liðið lagði Riddara sem nú hafa tapað fimm leikjum í röð eftir ágætis byrjun í mótinu.

Úrslit kvöldsins:

Fálkar - Garpar  5-6
Riddarar - Fífurnar  3-4
Víkingar - Skytturnar  3-4

Garpar hafa nú átta vinninga, Mammútar sex, Skytturnar fjóra, Fálkar og Víkingar þrjá, Riddarar tvo og Fífurnar einn.

Tíunda umferðin verður leikin mánudagskvöldið 7. mars, en þá eigast við:

Braut 2: Skytturnar - Riddarar
Braut 4: Garpar - Mammútar
Braut 5: Fífurnar - Fálkar

Ísumsjón: Riddarar, Mammútar, Fálkar