Íslandsmótið á listskautum 2023

Sædís Íslandsmeistari Advanced Novice 2023
Sædís Íslandsmeistari Advanced Novice 2023
Þá er Íslandsmóti/Íslandsmeistaramóti ÍSS 2023 lokið.
Skautararnir okkar stóðu sig allir með mikilli prýði og voru félaginu okkar til mikils sóma.
Í dag voru skautarar í Chicks Unisex hópnum fyrstir á ísinn. Þar áttum við einn skautara hana Ólöfu Marý. Hún skautaði prógrammið sitt með glæsibrag. Í hópnum Cubs Unisex áttum við líka einn keppanda hana Ronju Valgý. Hún skautaði prógrammið sitt mjög fallega og stóð sig mjög vel. Í þessum hópum er ekki raðað í sæti og fengu allir þátttakendur viðurkenningarpening og skjal í mótslok.
Þá var komið að keppni í Advanced Novice Girls þar sem Sædís Heba stóð efst eftir fyrri daginn. Hún skautaði prógrammið sitt mjög fallega og hnaukralaust og uppskar Íslandsmeistara titilinn fyrir afrekið.
Síðust á ísinn frá okkur var Freydís Jóna Jing í Junior women, sem skautaði frjálsa prógrammið sitt með krafti og skilaði skautunin henni öðru sæti í flokknum.
Við óskum keppendum, þjálfara og foreldrum innilega til hamingju með öll afrekin sem unnust um helgina.
Við viljum þakka mótstjórunum okkar þeim Þóru Sigríði, Ásdísi og Telmu Marý fyrir frábært starf við skipulagningu og allt utanum hald á mótinu.
Jafnframt þökkum við foreldrafélaginu fyrir þeirra hlut á mótinu og öllum sjálfboðaliðunum sem komu að mótinu fyrir aðstoðina. Án ykkar er ekki hægt að halda svona mót.