Karfan er tóm.
Skautafélag Akureyrar hefur gengið frá ráðningu Slóvakíska íshokkíþjálfarans Richard Hartmann um að taka við þjálfun unglinga- og meistaraflokka SA út tímabilið. Ráðning Richard er frábært skref fyrir félagið en reynsla hans og sýn fellur vel að stefnu félagsins í áframhaldandi leikmannaþróun og uppbyggingu til framtíðar.
Richard á langan leikmannaferil að baki og var öflugur atvinnumaður beggja vegna Atlantshafsins á hæsta stigi áður en hann færði sig yfir í þjálfun á seinni stigum ferilsins. Sem þjálfari hefur Richard síðustu ár leitt Dundee Comets í Skotlandi en undir hans stjórn hefur félagið byggt upp sterk lið sem hafa unnið til fjölda titla og sýnt mikinn stöðugleika. Auk þess hefur Richard starfað sem aðstoðarþjálfari við yngri landslið Bretlands, hann hefur komið að þróun margra öflugra leikmanna en SA metur slíka reynslu mikils, sérstaklega með áherslu félagsins á að skapa sterkan grunn í yngri flokkum.
Hjá SA mun Richard starfa sem yfirþjálfari U16, U18, kvenna- og karlaliða SA en hans áherslur og hugmyndir ríma vel við íshokkísýn félagsins og erum við virkilega spennt fyrir því að hefja samstarfið. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif hann mun hafa á þróunina í félaginu á næstu mánuðum en Richard hefur störf 2. Janúar og við bjóðum hann hjartanlega velkominn til starfa fyrir félagið.