Innanfélagsmót yngri flokka í íshokkí um helgina

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (Vormót 2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (Vormót 2013)

Það verða ekki aðeins leikmenn meistaraflokks sem bjóða upp á hokkíveislu um helgina því krakkarnir í 4., 5., 6. og 7. flokki verða á fullu í innanfélagsmótinu á laugardags- og sunnudagsmorgni.

Sarah Smiley hefur sent póst til foreldra með dagskrá og skipan liða. Einnig á sjá lista yfir liðin hér (pdf) og ef einhvern vantar á listann eru foreldrar beðnir um að hafa samband við Söruh.

Dagskráin

Laugardagur 5. október - 4. flokkur og leikmenn úr 5. flokki
Kl. 7.40: Mæting - svartir og grænir
Kl. 8.20: Mæting - appelsínugulir
Kl. 8.10-8.50: Svartir - Grænir
Kl. 9.00-9.50: Svartir - Appelsínugulir
Kl. 10.00-10.40: Appelsínugulir - Grænir

Sunnudagur 6. október - 5., 6. og 7. flokkur
Kl. 10.40: Mæting Svartir og Appelsínugulir
Kl. 11:00: Mæting Grænir
Kl. 11.10-11.40: Svartir - Appelsínugulir
Kl. 11.45-12.15: Grænir - Appelsínugulir
Kl. 12.20-12.50: Svartir - Grænir