Ice Cup - vantar gistingu

Tvö erlend lið hafa staðfest komu sína á Ice Cup, annað frá Bandaríkjunum og hitt frá Hvíta-Rússlandi. Heimagisting óskast.

Oft þegar erlend lið skrá sig til keppni á Ice Cup er spurt: Veistu um krullufólk sem getur tekið við okkur í gistingu? Nú þegar eru tvö erlend lið búin að skrá sig til leiks, annars vegar góðvinkonur okkar frá Bandaríkjunum, Sue Haigney, Sue Porada og Gwen Krailo og hins vegar lið frá Hvíta-Rússlandi. Því liði stýrir Anton Batugin, sá sami og okkar menn mættu á Evrópumótinu í Aberdeen fyrr í mánuðinum, sællar minningar.

Þær bandarísku ætla að leigja sér sumarhús í heiðinni eins og síðast en Hvít-Rússarnir vilja gjarnan, bæði sparnaðar vegna og fyrir félagsskapinn, fá að gista í heimahúsi ef mögulegt er. Krullufólk sem hefur áhuga og pláss til að hýsa krullufólk í nokkrar nætur í kringum Ice Cup er beðið um að hafa samband við Harald - s. 824 2778, haring@simnet.is.  Nokkrar aðrar fyrirspurnir hafa borist um Ice Cup víða að og í framhaldinu er því gott fyrir "utanríkisráðherra Ice Cup" að vita hvort og þá hve mikið af gistirýmum er í boði hjá krullufólki.