Húsbygg ehf. styrkir Bikarmótið

Samningar tókust við byggingafyrirtækið Húsbygg ehf. sem styrkir Bikarmótið 2008

Húsbygg ehf er verktaki við nýju verksmiðjuna sem Becromal er að byggja í Krosssanesi. Nokkrir starfsmenn þeirra hafa komið á æfingar undanfarið og senda liðið Silver Fox and friends í Bikarkeppnina sem nú er að hefjast. Eftir nokkrar viðræður Tryggva Gunnarssonar Riddara við forráðamenn Húsbygg tókust samningar um að Húsbygg styrki Bikarkeppnina að þessu sinni, en það mun verða kunngert á laugardaginn í hvaða formi þessi styrkur er.