HM U18 klárast í kvöld með hreinum úrslitaleik

Í dag er síðasti keppnisdagur á heimsmeistaramótin sem fram fer hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Íslenska liðið er búið að vinna alla sína leiki á mótinu, en þurfa að vinna Ísrael í lokaleiknum í kvöld til að tryggja sér gullið.  Leikurinn hefst kl. 18:00 og nú þurfum við að fylla höllina.

Það er búin að vera sannkölluð hokkíveisla alla vikuna og verður í allan dag.  Tyrkland og Bosnía mætast núna kl. 11:00 og Mexíkó og Lúxemborg mætast kl. 14:30.