HM U18 hefst á sunnudag

Íslensku U18 landsliðið hefur leik á HM á Akureyri á sunnudag en mótið fer fram daganna 12.-18. mars í Skautahöllinni á Akureyri. Þáttökuþjóðir auk Íslands eru Mexíkó, Ísrael, Bosnía- Herzegóvína og Lúxembourg. Opnunarleikur Íslands er á sunnudag en þá tekur Ísland á móti Mexíkó. Leikurinn er þriðji leikur dagsins og hefst kl. 20:00. Miðasala fer fram á Tix.is en miðaverð er 2000 kr. en mótspassi á alla leiki mótsins kostar 6000 kr og frítt er einn fyrir 16 ára og yngri. Dagskrá og tölfræði mótsins má finna hér.

SA á 10 fulltrúa í liðinu og þjálfara liðsins Rúnar F. Rúnarsson. Aðstoðarþjálfari liðsins er Vladimir Kolek.

Leikmenn SA:
Sigurgeir Bjarki Söruson
Ólafur Baldvin Björgvinsson
Uni Steinn Sigurðarson Blöndal
Birkir Einisson
Þorleifur Rúnar Sigvaldason
Bjarmi Kristjánsson
Ormur Jónsson
Arnar Kristjánsson
Aron Gunnar Ingason
Daníel Ryan