HM kvenna lýkur í kvöld

Í kvöld lýkur heimsmeistarakeppni kvenna sem fram fer í Reykjavík.  Síðasti leikur mótsins verður viðureign Íslands og S-Kóreu.   Eftir svekkjandi tap gegn Nýja Sjálandi í fyrsta leik lagði íslenska liðið lið Rúmeníu að velli 3 – 2 og svo S-Afríku 5 – 1.   Án þess að hafa stúderað tölfræðina sérstaklega þá þarf liðið að sigra Kóreu helst með sem mestum mun auk þess sem Rúmenía þarf að leggja Nýja Sjáland að velli, til þess að við eigum möguleika á að komast uppúr deildinni.

Leikurinn í kvöld verður án efa skemmtilegur og reikna má með töluverðum fjölda í höllina.  Leikirnir hafa verið vel sóttir hingað til og stelpurnar þurfa á stuðningi að halda í kvöld.  Áfram Ísland!