Helgi Rúnar er fallinn frá

Helgi Rúnar Bragason
Helgi Rúnar Bragason

Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar, Helgi Rúnar Bragason, er látinn aðeins 47 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein.  Helgi Rúnar hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra ÍBA í mars 2018 og gegndi hann stöðunni allt til hins síðasta.

"Helgi Rúnar var framúrskarandi starfsmaður, skarpur, fylginn sér, sýndi starfinu mikinn áhuga og metnað og dugnaður Helga Rúnars duldist engum sem með honum starfaði.  Það sýnir sig m.a. í því að Helgi Rúnar mætti reglulega á stjórnarfundi í veikindum sínum, þrátt fyrir að þurfa að hafa mikið fyrir því.  Fyrst og fremst var Helgi Rúnar þó frábær manneskja og hans verður sárt saknað en minning hans mun ávallt lifa innan íþróttalífsins á Akureyri og víðar."

Skautafélag Akureyrar sendir ættingjum og aðstandendum sínar dýpstu samúðarkveðjur.