Gunnar Arason og Herborg Geirsdóttir íshokkífólk ársins á Íslandi

Stjórn Íshokkísambands Íslands hefur valið þau Gunnar Arason og Herborgu Rut Geirsdóttur íshokkífólk ársins á Íslandi. Bæði tvö áttu frábært tímabil fyrir Skautafélag Akureyrar á síðasta tímabili og svo haldið áfram með liðum í Svíþjóð á þessu tímabili. Skautafélag Akureyrar óskar þeim báðum innilega til hamingju með nafnbótina og stórkostlega frammistöðu á árinu.

"Herborg byrjaði sinn íshokkíferil hjá Skautafélagi Akureyrar ung að árum en fluttist til Noregs ásamt foreldrum sínum. Í Noregi spilaði hún með Spartak Warriors Sarpsborg árin 2014 - 2019. Tímabilið 2019-2020 og 2020 - 2021 spilaði hún með Troja-Ljungby í fyrstu deild kvenna í Svíþjóð. Covid-tímabilið 2021 - 2022 kom hún til Íslands og spilaði þá með Fjölni í Hertz-deild kvenna. Íshokkítímabilið þar á efitr, 2022 - 2023, færði hún sig til Skautafélags Akureyrar og spilaði með þeim í Hertz-deild kvenna og Úrslitakeppni kvenna þar sem hún var með stigahæðstu leikmönnum liðsins. Í dag spilar hún með fyrstu deildar kvennaliði Rögle í Svíþjóð.

Herborg byrjaði sinn landsliðsferil með A-landsliði kvenna árið tímabilið 2016 - 2017 og hefur verið fastaleikmaður í því liði síðan og keppt bæði á Heimsmeistaramótum IIHF og Undankeppni Ólympíuleikanna fyrir Íslands hönd." 

"Gunnar er uppalin hjá og spilað með Skautafélagi Akureyrar þegar hann hefur verið spilandi hér á landi.

Tímabilin 2018 - 2019 og 2019 - 2020 spilaði hann í Ontario í Kanada fyrir A21 í bæði North American Prep Hockey League og Canadian High School Hockey. Hann staldraði stutt við í Nyköpings Sports Klub í Svíþjóð covid-tímabilið 2020 - 2021 en hann kom heim til Íslands þegar öllum íþróttum var að mestu lokað í Evrópu. Tímabilin 2021 - 2022 og 2022 - 2023 spilaði hann á Íslandi með Skautafélagi Akureyrar og skoraði 21 og 29 stig þau tímabil. Í dag hefur hann spilað með Osby IK í þriðju deild í Svíþjóð.

Hann hefur einnig verið í öllum landsliðum Íslands, þ.e.a.s U18, U20 og A-landsliði karla. Hann byrjaði sinn landsliðsferil með U18 landsliði Íslands tímabilið 2016 - 2017 þá rétt 16 ára gamall og hefur spilað stórt hlutverk í vörn landsliðsins undan farin misseri." Íshokkísambandi Íslands