Gimli Cup: Seinni undanúrslitaleikurinn

Í kvöld, mánudagskvöldið 12. desember, fara fram lokaleikir í undanúrslitum og krossspili í Gimli Cup.

Vegna forfalla varð að fresta öðrum undanúrslitaleiknum og öðrum leiknum í krossspili í keppni um 5.-8. sætið, en leikirnir áttu upphaflega að fara fram mánudagskvöldið 5. desember.

Í kvöld, mánudagskvöldið 12. desember, eigast við Rennusteinarnir og Ís-lendingar í undanúrslitum mótsins og mun sigurvegarinn mæta Skyttunum í úrslitaleik, en tapliðið mætir Mammútum í leik um bronsið.

Einnig átti að fara fram í kvöld einn leikur í keppninni um 5.-8. sætið, en vegna forfalla neyðist Svartagengið til að gefa leik sinn gegn Fífunum. 

Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikið verður til úrslita í Gimli Cup, en væntanlega verður það rætt fyrir eða eftir leikina í kvöld.

Krullufólk er einnig minnt á atkvæðagreiðslu um krullumann ársins.