Gimli Cup: Skytturnar sigruðu

Skytturnar, sigurvegarar í Gimli Cup 2009. Taldir frá vinstri: Jón S. Hansen, Árni Ingólfsson, Sigur…
Skytturnar, sigurvegarar í Gimli Cup 2009. Taldir frá vinstri: Jón S. Hansen, Árni Ingólfsson, Sigurgeir Haraldsson, Árni Arason og Ágúst Hilmarsson.
Skytturnar lögðu Garpa að velli í lokaumferð Gimli Cup og tryggðu sér sigur í mótinu. Mammútar náðu öðru sæti, Garpar þriðja.

Þegar upp var staðið náðu Skytturnar sex vinningum og unnu mótið, Mammútar fengu fimm vinninga í öðru sæti og Garpar fjóra og fengu bronsið.

Skyttur og Garpar voru aðeins á eftir öðrum liðum að klára sinn leik í lokaumferðinni eftir tafir í byrjun vegna vandræða með brautina sem liðin áttu að spila á. Vitað var fyrirfram að ef Skytturnar ynnu leikin myndi liðið vinna mótið en ef Skytturnar töpuðu þá áttu Mammútar möguleika á að fara upp í fyrsta sætið með því að vinna þremur umferðum fleiri en Skytturnar og skora þremur steinum meira. Mammútar byrjuðu vel, unnu tvær fyrstu umferðirnar en töpuðu svo næstu tveimur. Á meðan unnu Garpar fyrstu umferðina gegn Skyttunum en Skytturnar næstu tvær. Þegar komið var fram í fjórðu umferð í leik Mammúta og Riddara var orðið ljóst að Skytturnar myndu vinna mótið, Mammútar áttu þá aðeins möguleika á að vinna fjórar umferðir en Skytturnar höfðu þegar unnið tvær af fyrstu þremur gegn Görpum. Það var því alveg sama hvernig leikur þeirra gegn Görpum færi. Þegar leið að lokum leiksins höfðu Garparnir yfirhöndina, staðan 4-3 og útlitið gott fyrir Garpana í lokaumferðinni. Skytturnar náðu engu að síður að skora 2 steina í lokaumferðinni og vinna leikinn og þar með mótið.

Hvorki Fífunum né Víkingum tókst að sigra í kvöld, Fífurnar töpuðu gegn Üllevål og Víkingar gegn Svarta genginu, sem þar með náði sínum fyrsta og eina sigrí í mótinu. Jöfn í 4.-7. sæti með þrjá vinninga urðu því Víkingar, Riddarar, Üllevål og Fífurnar. Til að raða þessum liðum í sæti eru það innbyrðis viðureignir þessara fjögurra liða sem ráða. Þar hafa Víkingar og Riddar tvo vinninga en Üllevål og Fífurnar einn. Víkingar raðast þá ofar Riddurum vegna sigurs gegn þeim og Üllevål raðast ofar Fífunum vegna sigurs á þeim.

Úrslit kvöldsins:

Skytturnar - Garpar  5-4
Riddarar - Mammútar  2-9
Üllevål - Fífurnar  8-3
Víkingar - Svarta gengið  5-6

Endanleg röð liðanna:

 Skytturnar    6-1 
 Mammútar
 5-2
 Garpar 4-3
 Víkingar 3-4
 Riddarar 3-4
 Üllevål 3-4
 Fífurna  3-4
 Svarta gengið
 1-6

 Þetta er annað mótið sem Skytturnar vinna á þessu keppnistímabili en liðið varð einnig Akureyrarmeistari fyrr í haust. Garpar geta einnig verið ánægir með sinn árangur það sem af er þessu tímabili því liðið hefur náð verðlaunasæti í öllum þremur mótum haustsins, náðu öðru sæti í Akureyrarmótinu, unnu Bikarmótið og fengu bronsið í Gimli Cup.

Öll úrslit og lokastaða í excel-skjali hér.

Krulluvefurinn óskar liðunum til hamingju með árangurinn.