Gimli Cup: Mammútar og Rennusteinarnir í undanúrslit

Skytturnar, Fífurnar, Mammútar og Rennusteinarnir unnu leiki sína í 2. umferð Gimli Cup í gær.

Eftir leiki 2. umferðar í riðlunum er ljóst að í A-riðli verða það Mammútar og Rennusteinarnir sem fara í undanúrslit en Víkingar og Svartagengið sem leika um sæti í neðri hlutanum. Í B-riðli er hins vegar allt opið, öll fjögur liðin hafa unnið einn leik og tapað einum.

Í A-riðli sigruðu Mammútar Svartagengið í gær og Rennusteinarnir, nýtt lið fullt af gömlum refum, sigraði nýbakaða Akureyrarmeistara, Víkinga. Í lokaumferðinni eigast Mammútar og Rennusteinarnir við og sker sá leikur úr um það hvort liðið nær fyrsta sæti riðilsins, en bæði þessi lið eru örugg í undanúrslit. Víkingar og Svartagengið spila í þriðju umferðinni, en liðin hafa bæði tapað báðum leikjum sínum til þessa í riðlinum.

Keppni í B-riðli er mun jafnari, þar hafa öll liðin einn sigur og eitt tap að loknum tveimur umverðum. Skytturnar sigruðu Ís-lendinga og Fífurnar sigruðu Fálka í gær. Í lokaumferð riðilsins eigast við Skytturnar og Fífurnar annars vegar og Fálkar og Ís-lendingar hins vegar. Sigurliðin í þessum leikjum fara í undanúrslit.

Úrslit 2. umferðar

A-riðill
Mammútar- Skytturnar   8-3
Víkingar - Rennusteinarnir   3-6
B-riðill

Ís-lendingar - Skytturnar   3-5
Fífurnar - Fálkar   6-5

Leikir 3. umferðar - mánudagskvöldið 28. nóvember:
Braut 2: Rennusteinarnir - Mammútar
Braut 3: Svartagengið - Víkingar
Braut 4: Fálkar - Ís-lendingar
Braut 5: Fífurnar - Skytturnar

Öll úrslit í excel-skjali hér.