Gimli cup 2008

Dregið í töfluröð miðvikudagskvöld 24. sept. kl 21:00

Alls skráðu 8 lið sig til keppni í GimliCup. Liðin sem leika um Gimli bikarinn eru eftirtalin: Bragðarefir,Fífurnar,Garpar,Mammútar,Riddarar, Skytturnar, SvartaGengið og Víkingar. Nokkur breyting er á liðum frá því á síðasta leiktímabili og verða þær breytingar kynntar síðar. Dregið verður í töfluröð á miðvikudagskvöld kl. 21:00. Mælst er til að hvert lið sendi sinn fulltrúa til þess að draga sinn bókstaf. Fyrsti leikdagur er mánudagur 29. september. Þar sem eitt lið hefur beðið um frest á sínum leik verður einn leikur miðvikudaginn 1. okt. aðrir leikdagar eru 6. 8. 13. 20. 22. og 27 okt.