Gimilimótið, Áramótamótið og Íslandsmót

Jæja þá er fyrsta móti vetrarins lokið.  Víkingar eru Gimlimeistarar 2022.  Grísirnir náðu öðru sæti og IceHunt enduðu þriðju.  Lokastöðuna má sjá hér.

Mánudaginn 2. Janúar verður haldið áramótamót.  Eins og venjulega drögum við í liðin og reynum að blanda vönum og óvönum saman í lið nema menn komi með lið sem vill spila saman. Spilaðir verða stuttir leikir og á milli leikja getur fólk gætt sér á léttum veitingum í boði Krulludeildar. Aðalmálið að fólk skemmti sér saman þó keppnisskapið sé ekki langt undan. Um að gera að draga fjölskyldu og vini með á svellið.

Viku seinna 9. Janúar, hefst svo íslandsmótið.