Fyrsta StórHokkí-helgi vetrarins að baki hér á Akureyri

Um liðna helgi var í Skautahöllinni hér á Akureyri Bikarmót 4. og 5.flokks í boði SA hokkídeildarinnar. Bikarmeistarar urðu A-lið Bjarnarins (Bjö41) sem vann alla sína leiki, í öðru sæti urðu heimamenn sem unnu alla nema einn og í þriðja sæti varð annað liða SRinga (SR42). Hitt lið SR (SR41) urðu fjórðu og svo b-lið Bjarnarmanna (Bjö42) í því fimmta. Í 5.flokki eru ekki talin úrslit en þar var ekki síður tekið á en í þeim fjórða og eru þar á ferð virkilega efnilegir krakkar sem mörg hver hafa greinilega mikla ástríðu til leiksins. SA þakkar sunnan liðunum heimsóknina og fyrir skemmtilegt mót og vonum að þeir hafi átt góða ferð heim í gær. OG TAKK allir félagsmenn og velunnarar sem lögðu fram ómælda vinnu við mótahaldið, án ykkar væri þetta ekki hægt. (O:

 

Að venju var einnig spilaður leikur í Meistaraflokki og áttust þar við SA og SR í spennandi og ágætum leik þar sem úrslit réðust á síðustu mínútum, en SRingar sigruðu með 5 mörkum gegn þremur SA manna.  Að auki var svo spilaður leikur í 3.flokki einnig á milli SA og SR og urðu úrslit þau að SR vann með 8 mörkum gegn 3 sem er algjör viðsnúningur frá fyrri leik liðanna þar sem SA vann 9 - 4.  Við horfum því spennt fram á veginn þar sem útlit er fyrir spennandi vetur framundan.