Enginn Víkingur í boxið!

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (07.02.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (07.02.2013)


Víkingar áttu ekki í miklum vandræðum með SR í viðureign liðanna í Laugardalnum í gær. Úrslitin: SR - Víkingar 0-5 (0-2, 0-1, 0-2).

Strax á upphafsmínútum leiksins skoruðu Víkingar tvívegis, fyrst Ingþór Árnason og síðan Stefán Hrafnsson, og þannig var staðan eftir fyrsta leikhluta. Ben DiMarco bætti við þriðja markinu í öðrum leikhluta og þeir Ingólfur Tryggvi Elíasson og Jóhann Már Leifsson afgreiddu síðan leikinn í lokaleikhlutanum. Athygli vekur samkvæmt beinni atvikalýsingu úr leiknum að Víkingar fóru aldrei í refsiboxið í leiknum.

Víkingar eru þar með komnir á topp deildarinnar með 13 stig, tveimur stigum meira en Björninn, sem reyndar á leik til góða. 

Atvikalýsing (á vef ÍHÍ)

Mörk/stoðsendingar:
SR
Refsimínútur: 12

Víkingar
Stefán Hrafnsson 1/1
Ben DiMarco 1/0
Ingólfur Tryggvi Elíasson 1/0
Ingþór Árnason 1/0
Jóhann Már Leifsson 1/0
Björn Már Jakobsson 0/2
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Refsimínútur: 0

Næsti leikur Víkinga verður laugardaginn 26. október, en þá mæta þeir Birninum í Egilshöllinni. Þriðjudagskvöldið eftir þann leik, 29. október, fá Jötnar svo Fálka í heimsókn norður.