Dagskrá Brynjumóts

Þá er dagskráin fyrir mótið tilbúin og hægt að skoða hana hér. Mótið verður með örlítið öðru sniði en undanfarin ár, þ.e vegna mjög mismunandi fjölda og getu barnanna í félögunum þremur hefur verið ákveðið að blanda saman öllum börnum í sama flokki og skipta síðan upp í lið sem svo munu keppa á mótinu.

Liðin í 5.fl. munu verða fimm og kusum við að gefa þeim bara litanöfn í dagskránni til að byrja með og sjá svo hvort ekki finnast einhver skemmtilegri nöfn þegar allir fara að ræða saman. Liðin í 6. fl. verða þrjú og heita Blað, Skæri og Steinn og í 7.fl. verða liðin líka þrjú og heita Ernir, Fálkar og Haukar. Fjöldi barna sem þátt taka í mótinu er rúmlega 120 svo þarna má segja að mótherjar verði samherjar um stund og vonum við að þetta megi verða til þess að allir þátttakendur og aðstendendur þeirra kynnist betur og geti átt þarna skemmtilegar stundir og síðar góðar minningar. Og bara VELKOMNIR allir Bjarnarmenn og konur og SRingar.

Með kveðju frá Hokkístjórninni