Búningar hjá 1. og 2. hópi

Sjá lesa meira!Kæru foreldrar og forráðamenn iðkenda 1. og 2. hóps!

Nú eru hafnar æfingar fyrir jólasýninguna okkar sem haldin verður miðvikudaginn 19. des. kl 18. Að þessu sinni verður sett upp sýningin Jólaævintýri Gosa.

Hér fyrir neðan er að finna upplýsingar varðandi búninga fyrir hvern hóp en frekari upplýsingar varðandi sýninguna koma í næstu viku.

1. hópur = Þau leika jólaálfa. Þau skulu klæðast skrautlegum fötum, það má vera í skautakjól og með jólasveinahúfu á hausnum.

2. hópur Gulur = Þær leika brúður í brúðuleikhúsi. Þær skulu klæðast skautlegum kjólum, má vera í skautakjól með t.d. stóra slaufu í hárinu.

2. hópur Rauður = Þær leika börn að leik í snjónum. Þær skulu klæðast skrautlegum jólalegum pilsum eða stuttum kjólum (skautakjólum) með trefil og vettlinga.

2. hópur Grænn = Þær leika jólaketti. Helst að vera í svörtum leggings og svörtum þröngum bol með rófu og jólaveinahúfu. Hægt er að búa til rófu t.d. með því að troða bómull í nælonsokkabuxur og næla við buxnastrenginn. Væri gaman ef þær gætu málað á sig veiðihár.

2. hópur Blár = Þeir leika þjófa. Þeir skulu klæðast svörtum buxum, svörtum bol eða peysu og vera með svarta vettlinga.

Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við sýninguna hafið samband við Helgu yfirþjálfara (helgamargretclarke@gmail.com