Brynjumót um næstu helgi

Nú er Brynjumótið um næstu helgi og búið er að setja saman dagskrá, sem skoða má hér, miðað við þær forsendur sem gefnar hafa verið.  Dagskráin er gefin út með eðlilegum fyrirvara um villur og breittar forsendur.  Á laugardagskvöldinu er svo leikur í Mfl. karla á milli SA og SR.Brynjumótið er alltaf stórviðburður í vetrarstarfinu hjá yngstu iðkendunum og þar spila allir með hvort sem þeir eru nýbyrjaðir eða lengra komnir.  Fjöldi keppenda á mótinu eru um 110 og skiptast nokkuð jafnt á milli sunnanfélaganna tveggja sem heimsækja okkur, Bjarnarins og SR, og okkar í SA. Það lætur nærri að hvert lið spili fjóra leiki og liðin eru fjórtán svo að leikjadagskráin er þétt frá laugardagsmorgni og framyfir hádegi á sunnudeginum og mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu og pizzaveislu fyrir allann hópinn.