Bikarmót Krulludeildar: Úrslitaleikurinn í kvöld

Víkingar og Ís-lendingar eigast við í úrslitaleiknum.

Fyrir nokkrum árum gáfu Garpar bikar til minningar um fyrrum liðsfélaga og formann SA, Magnús E. Finnsson, og er keppt um þann grip í Bikarmóti Krulludeildarinnar. Bikarmótið er spilað með útsláttarfyrirkomulagi. Sjö lið hófu keppni og standa nú tvö eftir, Víkingar og Ís-lendingar, sem eigast við í úrslitaleiknum í kvöld og hefst leikurinn um kl. 21.30.

Víkingar sigruðu Rennusteinana 9-1 í fyrstu umferðinni og síðan Svartagengið 6-4 í undanúrslitum. Ís-lendingar lentu í heldur krappari dansi en Víkingar, því þeir unnu Fífurnar í fyrstu umferð, 5-4 og svo Útlaga í framlengdum leik í undanúrslitunum, 5-4.