Bikarmót Krulludeildar

Áætlað er að Bikarmót Krulludeildar fari fram 6.-13. desember.

Í Bikarmóti Krulludeildar er keppt um farandbikar sem Garpar gáfu til minningar um Magnús E. Finnsson, fyrrverandi formann Skautafélagsins og liðsmann Garpa í krullunni.

Skráning:
Haraldur Ingólfsson - haring@simnet.is - 824 2778

Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 29. nóvember. Ekkert þátttökugjald er í þetta mót.

Bikarmótið er leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Ef fjöldi þátttökuliða stendur ekki á 4, 8, 16 o.s.frv. skal í fyrstu umferð draga saman andstæðinga í nægilega marga leiki til að þau lið sem sitja yfir í fyrstu umferð ásamt sigurvegurum úr leikjum fyrstu umferðar verði samtals 4, 8, 16 o.s.frv. Ef eitt eða fleiri lið sitja hjá í fyrstu umferð skal ríkjandi bikarmeistari ávallt vera þeirra á meðal.