Alex Máni á samning hjá Örnsköldsvik

Alex Máni Sveinsson er komin á samning hjá Örnsköldsvik í sænsku 1. deildinni. Alex Máni gerði tveggja ára samning við liðið en hann spilaði með unglingaliðinu liðsins í vetur og frammistaðan heillaði þannig að liðið bauð honum tveggja ára samning sem búið er að skrifa undir. Eins og fram kemur á heimasíðu ÍHÍ þá er Alex Máni fyrsti íslendingurinn sem alin er upp innan íslensks félagsliðs sem kemst á samning í sænsku 1. deildinni. Við óskum Alex Mána til hamingju með samninginn og áframhaldandi velgengni í sænsku deildinni.