Æfingar á útisvelli

Kátir krakkar á tjörninni ásamt þjálfurum
Kátir krakkar á tjörninni ásamt þjálfurum
Kjöraðstæður hafa verið til þess að skauta á tjörnunum í Innbænum undanfarnar vikur og hafa skautarar verið iðnir við að nýta sér tækifærið.  Það er hins vegar orðið langt síðan skipulagðar æfingar hafa farið fram undir berum himni en nú varð breyting á í síðustu viku þegar æfingar yngri flokka fór fram á tjörninni.   Góð mæting var á æfinguna og krakkarnir skemmtu sér vel.  Fyrst voru það 6. og 7. flokkur sem fjölmennti og þeim hópi er meðfylgjandi mynd, en strax á eftir þeim  var komið að 5. flokki.

 

Ekki mátti þó tæpara standa vegna veðurs, því strax um kvöldið fór að hlýna og svo að snjóa þannig að nú er ekki lengur nýtanlegt skautasvell á tjörninni.  Akkúrat svona var þetta hér áður fyrr þegar skautaíþróttir voru algerlega háðar duttlungum veðurguðanna.  Mannvirkin hafa sem betur fer leyst þetta vandamál en það er engu að síður skemmtilegt að nýta tækifærið og bregða sér á skauta undir berum himni þegar tækifæri gefast.