3. leikur í úrslitakeppninni á laugardag

LEIKUR #3 í Úrslitakeppninni í Hertz-deild karla er á laugardag kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar sýndu gamla góða SA karakterinn í gær þegar þeir snéru stöðunni 1-3 í síðustu lotunni í 5-4 sigur með þremur glæsilegum mörkum Jóhanns Leifssonar og sigurmarki Gunnars Arasonar. Sigurinn er vendipunktur í seríunni því núna er staðan 1-1 og SA Víkingar eiga næsta heimaleik. Við hvetjum fólk til að mæta í stúkuna á laugardag og styðja okkar menn til sigurs! Forsalan er hafin á Stubb og kvöldmatnum er reddað því það er Burger fyrir leik eða í leikhléi á 2. hæðinni.
🎫 Miðaverð 2.000 kr. frítt inn fyrir 13 ára og yngri.
🎟 Forsala Miða: https://stubb.is/events/yNKako
🍔 Burger fyrir leik og í leikhléi á 2. hæð.
🥪 Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin og samlokugrillið funheitt.