-Valkyrjur unnu Ynjur: 6 - 3

Ljósmynd Sigurgeir Haraldsson
Ljósmynd Sigurgeir Haraldsson

 

Í kvöld fór fram leikur í Íslandsmóti kvenna hér í Skautahöllinni og að þessu sinni voru það Akureyrarliðin Valkyrjur og Ynjur.  Um var að ræða hörkuleik sem var jafn alveg fram á síðustu mínútu.  Liðin skiptust á að skora en það voru Ynjur sem opnuðu reikninginn á 11. mínútu með marki frá Þorbjörgu Geirsdóttur (Geirssonar).  Anna Sonja Ágústsdóttir (Ásgrímssonar) jafnaði leikinn nokkru mínútum síðar og þannig stóðu leikar eftir fyrstu lotu.


Í 2. lotu var áfram allt í járnum og hvort lið náði að setja tvö mörk og breyta stöðunni í 3  -  3, en það voru þó Ynjurnar sem voru skrefi framar og Valkyrjur eltu.  Mörk Valkyrja skoruðu Birna Baldursdóttir og Guðrún Blöndal en hjá Ynjum voru það Telma Guðmundsdóttir og Kristín Jónsdóttir.


Í 3. lotu hélt jafnræðið áfram fram í miðbik lotunnar en þá skoraði Birna Baldursdóttir sigurmarkið óstudd þegar Valkyrjur voru einum leikmanni færri, og Sarah Smiley fylgdi í kjölfærið og bætti við 5. markinu einnig „short handed“.  Síðasta mark leiksins átti svo Birna sem fullkomnaði þrennuna sína þegar hálf mínúta var eftir af leiknum.


Mörk og stoðsendingar


Valkyrjur:  Birna Baldursdóttir 3/0, Guðrún Blöndal 1/1, Hrönn Kristjánsdóttir 0/2, Sarah Smiley 1/0, Anna Sonja Ágústsdóttir 1/0, Linda Sveinsdóttir 0/1.

Ynjur:  Kristín Jónsdóttir 1/1, Þorbjörg Geirsdóttir 1/0, Telma Guðmundsdóttir 1/0, Díana Björgvinsdóttir 0/1.


Brottvísanir:  Valkyrjur 8 mín. og Ynjur 4 mín.

Aðaldómari leiksins var Orri Sigmarsson og línuverðir voru Garðar og Andri.   Orri er að stíga sín fyrstu skref í dómgæslunni og stóð sig virkilega vel.