Fréttir

20.11.2023

Félagsgjöldin komin í heimabanka

Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.500 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.
16.11.2023

U18 stelpurnar okkar komnar heim af 4Nation

U18 stelpurnar okkar eru komnar heim af 4Nation. Stelpurnar komu heim eldsnemma á þriðjudagsmorgun eftir langt ferðalag, þreyttar en sælar.  SA átti 10 fulltrúa af 19 í U18 landsliði stúlkna sem tók þátt í Fjögurra þjóða móti sem haldið var í Jaca á Spáni um s.l. helgi. Auk íslenska liðsins eru það heimamenn á Spáni, Bretar og Pólverjar sem eru þátttakendur í mótinu en þessar þjóðir gerðu með sér samkomulag um að halda mót fyrir U18 stúlkna landsliðin sín einu sinni í hverju þátttökulandi. Ísland hélt mótið árið 2021 í Laugardalnum í Reykjavík og lokaðist hringurinn núna með þessu móti á Spáni. SA átti einnig fulltrúa í þjálfarateymi liðsins en Silvía Rán Björgvinsdóttir leikmaður mfl kvenna og þjálfari innan félagsins er önnur af aðstoðar þjálfurum liðsins.
03.11.2023

Hrekkjavakan í Skautahöllinni 2023

Helgina 27 - 28 október síðastliðinn hélt Skautahöllin í samstarfi við Listskautadeild Akureyrar Hrekkjavöku böll. Hrekkjavöku skautadiskóið var haldið í þriðja sinn, Uppselt hefur verið síðust ár á Hrekkjavöku skautadiskóið og færri komist sem vildu, því var ákveðið þetta árið af aðilum sem komu að böllunum að bæta við barna balli á laugardeginum. Böllin tókust mjög vel og allir virtust njóta sín.
25.10.2023

Þetta er Draumurinn.

Hvað er að frétta af stelpunum okkar sem hafa horfið á vit hokkí ævintýranna undanfarið ? Við ætlum að reyna ná tali af þeim einni af annari á næstu vikum og komast að því hvernig gengur í hinum stóra íshokkíheimi. Herborg Rut Geirsdóttir er ein af stelpunum okkar, hún byrjaði skautaferilinn hjá okkur í SA, flutti ung að árum með fjölskyldunni til Noregs, æfði þar og í Svíþjóð, í Reykjavík, kom til okkar á heimaslóðirnar í fyrra en elti svo hokkídrauminn áfram til Svíþjóðar nú í haust.   
Allir í stúkuna

Næstu leikir

  • Skautahöllin Akureyri

    SA - SR

    SA
    16:45 lau 9. des
    SR
    Hertz-deild kvenna

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Viltu æfa Íshokkí?

 
Byrjendaæfingar fyrir 2017 og yngri kl 17:00 þriðjudaga og fimmtudaga
Allur búnaður á staðnum og öllum velkomið að koma prófa! Bara mæta 30 mín fyrir æfingu.
Eldri árgöngum velkomið að mæta á æfingar og prófa með sínum árgangi en hafið samband við Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com
Hokkírútan fer af stað í næstu viku og sækir 2014, 2015 og 2016 árganga í alla skóla bæjarins.

Handbók SA - fyrirmyndarfélag

Skautafélag Akureyrar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Viltu æfa Listskauta?

Langar þig að æfa?

Það kostar ekkert að koma prófa

Skráning og frekari upplýsingar:

Listskautar: Ingibjörg Magnúsdóttir: formadur@listhlaup.is

UPPLÝSINGAR FYRIR BYRJENDUR (4.HÓP)

 
  • Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 16:30-17:15. Mikilvægt er að mæta tímanlega til að hafa tíma til að fara í æfingaföt og skauta (15 min áður en æfing byrjar). Við tökum á móti nýjum iðkendum yfir allan veturinn. Fyrirfram skráning er ekki nauðsynleg, en gott er að láta þjálfara vita. Það er frítt að prufa í tvær vikur.

  • Æfingafatnaður: Mikilvætt er að æfingafatnaður sé lipur, þægilegur og falli þétt að líkamanum til þess að þjálfari geti séð líkamsstöðu og líkamsbeitingu iðkanda. Kuldagallar, snjóbuxur, gallabuxur, hettupeysur og stórar úlpur er ekki æskilegur æfingafatnaður. Gott er að nota undirbuxur (ullarbuxur, sokkabuxur) og t.d. leggings eða flísbuxur yfir. Það er ekki gott að nota ökklasokka eða ullarsokka, bara venjulega sokka. Ávallt skal nota vettlinga á ísæfingum og vera með hjálm á höfðinu. Gott er að hafa buff eða eyrnaband undir hjálminum. Mikilvægt er að þeir iðkendur sem eru með sítt hár hafi það greitt vel frá andlitinu, með hárið í teygju eða noti buff.

  • Búnaður: Hægt er að fá bæði skauta og hjálma lánaða í skautahöllinni fyrir æfingar

  • Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum SPORTABLER SHOP kerfið. SPORTABLER er íslenskt vef - og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir SPORTABLER til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma. Nánari upplýsingar um SPORTABLER kerfi má finna hér

Þjálfarar Listhlaupadeildar
Yfirþjálfari:
Jana Omelinová thjalfari@listhlaup.is
Aðrir þjálfarar (aðstoðarþjálfarar hjá 3. og 4. Hóp(byrjendahóp):
Telma Marý Arinbjarnardóttir
Varvara Voronina (dans og byrjendahópur)
Kristbjörg Eva Magnadóttir
Ásta Hlín Arnarsdóttir
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir

Viðburðalisti

Skoða alla viðburði

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautasvellið í Skautahöllinni á Akureyri er opið fyrir gesti um helgar. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum.

 

BÓKANIRAFMÆLIHAFA SAMBAND