Fréttir

25.09.2023

SA Bikarmeistarar U14 í A og AA liða

SA Bikarmeistarar u14 í AA og A liða   SA liðin unnu bæði sigra á skemmtilegu og spennandi bikarmóti sem fór fram í Skautahöllinni um helgina. það Við þökkum Skautafélagi Reykjavíkur og Fjölni fyrir komuna og keppnina.
19.09.2023

Farsæll ferill: Íþróttaferill í meðbyr og mótbyr Íþróttaráðstefna

Íþróttaráðstefna verður haldin í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og ÍBA. Tilgangur íþróttaráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir þá sem að íþróttum koma á margvíslegan hátt, m.a. íþróttafólk, þjálfara og foreldra, rannsakendur, nema og fagaðila, og deila þekkingu sinni og ræða viðfangsefni líðandi stundar í íþróttum. Þema ráðstefnunnar í ár er: Farsæll ferill: Íþróttaferill í meðbyr og mótbyr
15.09.2023

SA Víkinga hefja leik í Hertz-deildinni um helgina

SA Víkingar hefja tímabilið í Hertz-deildinni um helgina þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum síðasta tímabils, Skautafélagi Reykjavíkur. Litlar breytingar eru á hóp SA Víkinga frá síðasta tímabili en hefur þó misst þrjá leikmenn en það eru landsliðsleikmennirnir Gunnar Arason, Heiðar Gauta Jóhannsson og Halldór Skúlason sem eru allir farnir til liða í Svíþjóð. En þrátt fyrir þennan missi er hópurinn þéttskipaður með góðri blöndu af gríðarlega sterkum reynsluboltum og enn stærri hóp ungra og efnilegra leikmanna sem hafa verið að gera sig gildandi í deildinni en einnig kemur ný kippa af leikmönnum inn úr unglingastarfinu. Nýr þjálfari er einnig kominn í brúnna en Jamie Dumont mun stýra liðinu í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir hans stjórn.
14.09.2023

SA með 6-1 sigur á Fjölni í kvöld

Frábær spilamennska hjá SA liðinu í kvöld sem sýndi mikinn vilja og karakter með 6-1 sigri á Fjölni. Liðið er á mikilli siglingu í Hertz-deildinni ósigraðar eftir 3 leiki. Mörkin: Silvía Björgvinsdóttir 2 Jónína Guðbjartsdóttir Amanda Bjarnadóttir Magdalena Sulova Sólrún Assa Arnardóttir Shawlee Gaudreault með 94.4 % markvörslu.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

  • Skautahöllin á Akureyri

    SA - SR

    SA
    16:45 lau 30. sep
    SR
    Hertz-deild kvenna

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Viltu æfa Íshokkí?

 
Byrjendaæfingar fyrir 2017 og yngri kl 17:00 þriðjudaga og fimmtudaga
Allur búnaður á staðnum og öllum velkomið að koma prófa! Bara mæta 30 mín fyrir æfingu.
Eldri árgöngum velkomið að mæta á æfingar og prófa með sínum árgangi en hafið samband við Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com
Hokkírútan fer af stað í næstu viku og sækir 2014, 2015 og 2016 árganga í alla skóla bæjarins.

Handbók SA - fyrirmyndarfélag

Skautafélag Akureyrar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Viltu æfa Listskauta?

Langar þig að æfa?

Það kostar ekkert að koma prófa

Skráning og frekari upplýsingar:

Listskautar: Ingibjörg Magnúsdóttir: formadur@listhlaup.is

UPPLÝSINGAR FYRIR BYRJENDUR (4.HÓP)

 
  • Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 16:30-17:15. Mikilvægt er að mæta tímanlega til að hafa tíma til að fara í æfingaföt og skauta (15 min áður en æfing byrjar). Við tökum á móti nýjum iðkendum yfir allan veturinn. Fyrirfram skráning er ekki nauðsynleg, en gott er að láta þjálfara vita. Það er frítt að prufa í tvær vikur.

  • Æfingafatnaður: Mikilvætt er að æfingafatnaður sé lipur, þægilegur og falli þétt að líkamanum til þess að þjálfari geti séð líkamsstöðu og líkamsbeitingu iðkanda. Kuldagallar, snjóbuxur, gallabuxur, hettupeysur og stórar úlpur er ekki æskilegur æfingafatnaður. Gott er að nota undirbuxur (ullarbuxur, sokkabuxur) og t.d. leggings eða flísbuxur yfir. Það er ekki gott að nota ökklasokka eða ullarsokka, bara venjulega sokka. Ávallt skal nota vettlinga á ísæfingum og vera með hjálm á höfðinu. Gott er að hafa buff eða eyrnaband undir hjálminum. Mikilvægt er að þeir iðkendur sem eru með sítt hár hafi það greitt vel frá andlitinu, með hárið í teygju eða noti buff.

  • Búnaður: Hægt er að fá bæði skauta og hjálma lánaða í skautahöllinni fyrir æfingar

  • Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum SPORTABLER SHOP kerfið. SPORTABLER er íslenskt vef - og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir SPORTABLER til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma. Nánari upplýsingar um SPORTABLER kerfi má finna hér

Þjálfarar Listhlaupadeildar
Yfirþjálfari:
Jana Omelinová thjalfari@listhlaup.is
Aðrir þjálfarar (aðstoðarþjálfarar hjá 3. og 4. Hóp(byrjendahóp):
Telma Marý Arinbjarnardóttir
Varvara Voronina (dans og byrjendahópur)
Kristbjörg Eva Magnadóttir
Ásta Hlín Arnarsdóttir
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautasvellið í Skautahöllinni á Akureyri er opið fyrir gesti um helgar. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum.

 

BÓKANIRAFMÆLIHAFA SAMBAND