Ynjur, Jötnar og Víkingar á suðurleið

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (13.10.2012)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (13.10.2012)


Hokkífólkið okkar verður á ferðinni syðra um helgina, en þar eiga bæði karlaliðin og annað kvennaliðið leiki.

Í kvöld kl. 20.15 spila Víkingar gegn SR Fálkum í Skautahöllinni í Laugardalnum. Á morgun, laugardag, verða tveir leikir. Annars vegar fara Ynjur í Egilshöllina og mæta þar Birninum í meistaraflokki kvenna kl. 18.00 og hins vegar eru það Jötnar sem fara í Laugardalinn og mæta þar SR Fálkum kl. 18.30.

Væntanlega verður hægt að fylgjast með beinni atvikalýsingu - ef ekki beinni útsendingu - frá leikjunum. Hægt er að opna atvikalýsinguna skömmu áður en leikur hefst (eða um það bil sem hann hefst), með því að fara inn á tölfræðisíðurnar á vef ÍHÍ og finna þar "live" við viðkomandi leik.

Tölfræði mfl. kk (ÍHÍ)
Tölfræði mfl. kvk (ÍHÍ)