Ynjur heimsækja SR í kvöld

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (13.02.2013)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (13.02.2013)


Í kvöld kl. 20.15 mæta Ynjur liði SR á Íslandsmótinu í íshokkí kvenna. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni í Laugardal.

Um stöðuna í deildarkeppninni þarf varla að fjölyrða. Ásynjur hafa þegar tryggt sér efsta sætið, hafa lokið leikjum sínum og eru með 34 stig. Ynjur eiga eftir leikinn í kvöld og annan leik, og hafa náð sér í 20 stig. Lokaleikur Ynja verður laugardaginn 2. mars þegar þær heimsækja SR aftur í Laugardalinn.

Við hvetjum SA-fólk í höfuðborginni til að mæta í Laugardalinn í kvöld og hvetja okkar lið.

Staðan í deildinni.