Vorsýning Listhlaupadeildar með Grease þema 1. júní

Vorsýning Listhlaupadeildar verður heldur betur vegleg í ár en þema sýningarinnar verður Grease í tilefni af 40 ára afmæli kvikmyndarinnar. Sýningin verður föstudaginn 1. júní og hefst kl. 18.00. Veitingar verða til sölu á sýningunni en aðgangseyrir er 1500 kr. fyrir 13 ára og yngri, 1000 kr. fyrir ellilífeyrisþega og 6-12 ára en frítt inn fyrir 5 ára og yngri. Hér er hægt að sjá auglýsingu sýningarinnar á facebook síðu listhlaupadeildar.