Vinamót - keppendur SA

Þann 1. apríl verður Vinamótið haldið hér í höllinni.  Á mótinu keppa iðkendur í C flokkum frá SA, Birninum og SR.  Þeir keppendur frá SA sem hafa kost á því að keppa eru:

8 ára og yngri C
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir
Særún Halldórsdóttir
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir
Sara Júlía Baldvinsdóttir
Arney Líf Þórhallsdóttir

10 ára og yngri C
Elva Karítas Baldvinsdóttir
Katrín Birna Vignisdóttir
Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir
Aldís Rún Ásmundsdóttir
Berghildur Þóra Hermannsdóttir
Aldís Ösp Sigurjónsdóttir
Steinunn Alda Gunnarsdóttir

9 ára og yngri drengir
Stefán Ásgeir Eyfjörð Ásgeirsson

12 ára og yngri C
Halldóra Hlíf Hjaltadóttir
Sólbjörg Jóna Sigurpálsdóttir
Freydís Björk Kjartansdóttir
Snjólaug Vala Bjarnadóttir
Hildigunnur Larsen

Iðkendur fengu bréf heim á miðvikudaginn á æfingu sem skila á í dag í síðasta lagi.  Ef einhverjir hafa ekki fengið miða þá skulu þeir hringja í Helgu þjálfara í síma 6996740 (ekki eftir 10 á kvöldin).

Það er mikilvægt að allir fari að huga að keppnisklæðnaði.

Stelpur:  skautakjóll, húðlitaðar skautasokkabuxur sem fást í Skíðaþjónustunni, fallega greitt hár, spreyjað vel og allt hár fest upp, flíspeysa til að hita upp í, ekki með hettu og muna eftir plasthlífunum á skautablöðin.

Strákar: Svartar buxur og skyrta eða þröngur bolur.  Hárið vel greitt frá andliti, flíspeysa til að hita upp í, ekki með hettu.

Einnig er gott að taka með sér létt nesti til að borða áður en keppt er, t.d. vínber og eitthvað að drekka.  Svo er líka mjög mikilvægt að fara snemma að sofa kvöldið fyrir keppni og borða morgunmat á keppnisdaginn.

Kveðja Helga Margrét