Víkingar komnir á top Hertz-deildarinnar

mynd (Ásgrímur Ágústsson)
mynd (Ásgrímur Ágústsson)

SA Víkingar báru sigurorð af Birninum í Hertz-deild karla í gær en úrslitin réðust í framlengingu þar sem Thomas Stuart-Dant skoraði sigurmarkið. SA Víkingar eru þar með búnir að vinna alla þrjá leiki sína í deildinni og eru efstir með 8 stig en SR er í öðru sæti deildarinnar með 6 stig og fjóra leiki spilaða. 

Liðin mætu einbeitt til leiks í gær og mátti sjá frá fyrstu mínútu að Björninn kæmi ekki til með að selja sig ódýrt. Mikill hraði og nokkur harka einkenndi leikinn í gær sem kom nokkuð niður á gæðunum í spili. SA Víkingar skoruðu fyrsta mark leiksins en þar var að verki Thomas Stuart-Dant í yfirtölu. Í annarri lotu jók Jussi Sipponen muninn í tvö mörk með glæsilegu einstaklings framtaki og SA Víkingar voru með leikinn í sinni hendi. Rétt undir lok annarrar lotu skoruðu Björninn beint úr uppkasti en þar var að verki Kristján Kristinsson. Mikil spenna var í leiknum í þriðju lotu og þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum jókst pressan frá Bjarnarmönnum sem sóttu grimmt og það skilaði marki þegar rétt um mínuta lifði leiks þegar Andri Helgason skaut fallegu skoti af bláu línunni beint um í markvínkilinn. Leikurinn endaði 2-2 og fór í framlengingu en Thomas Stuart-Dant kláraði leikinn fyrir Víkinga eftir góðan undirbúnin Jussi Sipponen og Víkingar fór því með sigur af hólmi.

SA Víkingar eru sem fyrr segir efstir í deildinni með 8 stig eftir 3 leiki spilaða, SR með 6 stig eftir 4 leiki spilaða og Björninn í neðsta sæti með 1 stig eftir 3 leiki spilaða. Næsti leikur Víkinga er 6. nóvember en þá sækir liðið heim Björninn í Egilshöll en næsti heimaleikur liðsins er svo 20. nóvember þegar SR kemur í Skautahöllina á Akureyri.