Aron Böðvarsson fagnar eftir að hafa skoraði í síðustu viðureign liðanna. Mynd Sigurgeir Haraldsson
Nú er kominn tími á að hokkímenn hristi af jólaspikið því á morgun verður derby-leikur hér í heimabæ hokkísins þegar Víkingar og Jötnar mætast. Þessa leiks er beðið með nokkurri eftirvæntingu því síðast þegar liðin mættust ætlaði allt um koll að keyra en leiknum lauk með 3 – 2 sigri Jötna og þjálfari liðsins var m.a. sendur í sturtu.Liðs-uppstillingin á morgun verður eins og síðast og því verður um hreint og klárt „re-match“ að ræða.