Víkingar enn í vandræðum með Esju á heimavelli

SA Víkingar töpuðu stigum gegn Esju á heimavelli á laugardag, lokatölur 3-4.

Víkingar byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrsta markið á upphafs mínútunum þegar Jóhann Leifsson fíflaði vörn Esjunnar með bakhandarsendingu á Jón Benedikt Gíslason sem afgreiddi pökkinn snyrtilega í markið. Mikill vilji var í báðum liðum og liðin skiptust á að sækja hratt upp völlinn. Um miðja lotuna unnu Víkingar pökkinn í varnarsvæði Esjunnar og Andri Már Mikaelsson og Jóhann Leifsson spiluðu pekkinum vel sín á milli áður en Andri sendi pökkin á Jón Benedikt Gíslason sem lagði pökkinn í opið markið. Undir lok lotunnar fékk Esjan Power Play og skutu grimmt á mark Víkinga sem endaði með því að Sturla Snorrason náði frákasti í markteignum og setti pökkinn auðveldlega í markið.

Aðeins eitt lið mætti í aðra lotuna en heimamenn virtust frekar sáttir með sitt hlutskipti á meðan Esjan sótti í sig veðrið og gerðu harða hríð að marki Víkinga. Esjumenn fengu PowerPlay um miðbik lotunnar og héldu Víkingum í varnarsvæðinu í hálfa aðra mínútu án þess að þeir næðu að hreinsa pökkinn úr svæðinu. Kole Bryce gekk í gegnum þreytta vörn Víkinga og smurði pökkinn glæsilega upp í markhornið án þess að Rett kæmi nokkrum vörnum við. Víkingar vöknuðu aðeins við þetta og náðu aftur forustunni undir lok lotunnar þegar Jóhann Leifsson þræddi pökkinn á Ingþór Árnasson sem stóð óvaldaður framan við mark Esjunnar og bombaði pekkinum í fjærhornið.

Þriðja lotan var besta lotan hjá Víkingum, vörnin var sterk og skotunum rigndi á mark Esjunnar. Esju menn virtust vera orðnir nokkuð þreyttir og leit lengi vel út fyrir að Víkingar myndu ganga á lagið. Það gekk þó ekki eftir því um 8 mínútum fyrir leikslok stal Einar Guðnasson pekkinum fyrir Esjuna og komst í hraðaupphlaup einn gegn Rett og jafnaði leikinn. Víkingar lágu á Esjunni eftir þetta en Styrmir í marki Esjunnar varði eins og berserkur.

Leikurinn fór því í framlengingu sem stóð stutt, Egill Þormóðsson bar pökkinn upp völlinn fyrir Esjuna aftur fyrir markið hjá Rett með 4 Víkinga á bakinu á meðan Pétur Maack læddi sér inn að markinu og kláraði leikinn eftir sendingu frá Agli. Esjann náði því aftur að sigra Víkinga á heimavelli og hafa því aldrei tapað leik á Akureyri. Víkingar eru þó en í efsta sæti deildarkeppninnar en Esjan náði að lyfta sér úr botnsætinu upp í það þriðja og eru með jafn mörg stig og Björninn sem er í öðru sæti.

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:
Jón B. Gíslason 2/0
Ingþór Árnasson 1/0
Jóhann Már Leifsson 0/3
Andri Már Mikaelsson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Jay LeBlanc 0/1

Refsingar SA Víkingar: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Sturla Snær Snorrason 1/0
Kole Bryce 1/0
Einar Sveinn Guðnason 1/0
Pétur A. Maack 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1
Michael Ward 0/1

Refsingar UMFK Esja: 6 mínútur.

Tölfræðina úr leiknum má skoða hér og

Stöðuna í deildinni má sjá hér