Vetrarmót ÍSS: Þrjú gull norður

Myndir frá Íslandsmóti: Donni
Myndir frá Íslandsmóti: Donni


Fríður flokkur SA-stúlkna keppti á Vetrarmóti ÍSS sem fram fór í Egilshöllinni um helgina. Þrjár þeirra koma heim með gullverðlaun. Arney Líf Þórhallsdóttir sigraði í stúlknaflokki B, Marta María Jóhannsdóttir sigraði í flokki 8 ára og yngri A og Sara Júlía Baldvinsdóttir sigraði í 12 ára og yngri A.

Hér er listi yfir árangur SA-stúlkna, þ.e. í hvaða sæti þær lentu í sínum flokki, ásamt heildareinkunn:

8 ára og yngri B:
4. Aldís Kara Bergsdóttir, 8,40
7. Birgitta Rún Steingrímsdóttir, 5,53

12. ára og yngri B:
8. Harpa Lind Hjálmarsdóttir, 15,97

Stúlknaflokkur B (Novice B):
1. Arney Líf Þórhallsdóttir, 26,13

8 ára og yngri A:
1. Marta María Jóhannsdóttir, 20,93
3. Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir, 16,20

12 ára og yngri A
1. Sara Júlía Baldvinsdóttir, 29,43
3. Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, 25,69
4. Emilía Rós Ómarsdóttir, 23,13


Stúlknaflokkur A (Advanced Novice)

2. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, 74,12
3. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, 69,59
7. Guðrún Brynjólfsdóttir, 51,21