Verðlaunaflóð á Haustmóti ÍSS

Mynd: Ásgrímur Ágústsson, Haustmót 2012
Mynd: Ásgrímur Ágústsson, Haustmót 2012


Keppendur úr röðum Skautafélags Akureyrar komu heim af Haustmóti ÍSS hlaðnir verðlaunapeningum. Alls unnu SA-stelpurnar til tíu verðlauna á mótinu.

Þegar upp var staðið höfðu keppendur úr röðum SA unnið til fernra gullverðlauna, fimm silfurverðlauna og einna bronsverðlauna. Flottur árangur hjá þessum öflugu listhlaupsstúlkum.

Öll úrslit í öllum flokkum og einkunnir dómara má sjá á úrslitasíðu mótsins.

Myndaalbúm á vef Bjarnarins

Árangur SA-stúlkna var eftirfarandi:

Unglingaflokkur (Junior Ladies)
2. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, 86,58

Unglingaflokkur B
2. Guðrún Brynjólfsdóttir, 34,10

Stúlknaflokkur (Advanced Novice Girls)
1. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, 69,19
2. Emilía Rós Ómarsdóttir, 66,66

14 ára og yngri B
1. Harpa Lind Hjálmarsdóttir, 28,71
3. Pálína Höskuldsdóttir, 26,79

12 ára og yngri B
4. Eva Björg Halldórsdóttir, 13,81

10 ára og yngri A
1. Marta María Jóhannsdóttir, 30,53

10 ára og yngri B
5. Aldís Kara Bergsdóttir, 12,28

8 ára og yngri A
2. Rebekka Rós Ómarsdóttir, 17,10

8 ára og yngri B
1. Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 15,39
2. Kolfinna Ýr Birgisdóttir, 14,80

Næsta mót á vegum Skautasambands Íslands verður Bikarmótið sem fram fer í Skautahöllinni á Akureyri helgina 25.-27. október.