Velheppnuðu Vinamóti LSA og Frost 2019 lokið

Keppendur í 6 ára og yngri stúlkur
Keppendur í 6 ára og yngri stúlkur

Í gær laugardaginn 16.mars fór fram Vinamót LSA og Frost 2019 í Skautahöllinni á Akureyri. Mótið fór vel fram og voru það ánægðir skautarar sem kvöddu höllina um miðjan dag í gær. Ánægjuleg viðbót var á þessu móti, en skautarar frá Special Olympics hópum Asparinnar var í fyrsta sinn boðið til þátttöku á Vinamót.

Mótið hófst klukkan 7:30 með keppni í flokknum 6 ára og yngri stúlkur. Þar voru mættar fjórar stúlkur til leiks og stóðu þær sig allar gríðarlega vel. Ekki var raðað í sæti í þessum hóp, heldur fengu stelpurnar viðurkenningu afhenta í keppnisröð.

6 ára og yngri stúlkur

Þá var komið að keppni í 8 ára og yngri stúlkur og drengir. Þar voru mætt til leiks 13 krakkar og í þessum hóp var eini strákur mótsins. Ekki var raðað í sæti í þessum hóp heldur fengu krakkarnir viðurkenningu afhenta í keppnisröð.

8 ára og yngri stúlkur og drengir

Næst var komið að keppni í 10 ára og yngri stúlkur. Þar voru mættar til leiks 13 stúlkur. Ekki var raðað í sæti í þessum hóp heldur fengu stúlkurnar viðurkenningu í keppnisröð.

10 ára og yngri stúlkur

Að loknu örstuttu hléi var röðin komin að keppni í 12 ára og yngri stúlkur. Þar voru mættar til leiks 15 stúlkur. í þessum hóp er byrjað að raða í sæti. Stúlkurnar í efstu þrem sætunum fengu verðlaun og hinar fengu viðurkenningu í keppnis röð.

12 ára og yngri úrslit.

1. sæti Christelle Guðrún Skúladóttir Skautafélagi Reykjavíkur

2. sæti Rakel Kara Hauksdóttir Skautafélagi Reykjavíkur

3. sæti Þórunn Gabriela Rodriguez Skautafélagi Reykjavíkur

12 ára og yngri stúlkur úrslit 12 ára og yngri stúlkur

Að lokinni verðlaunaafhendingu og heflun hélt keppni áfram og þá var komið að keppni í flokknum 15 ára og yngri stúlkur. Þar voru mættar til leiks 17 stúlkur.  í þessum hóp er raðað í sæti. Stúlkurnar í efstu þrem sætunum fengu verðlaun og hinar fengu viðurkenningu í keppnis röð.

15. ára og yngri stúlkur úrslit

1. sæti Helga Xialan Haraldsdóttir Skautafélagi Reykjavíkur

2. sæti Anna Björk Benjamínsdóttir Skautafélagi Reykjavíkur

3. sæti Bryndís Bjarkadóttir Skautafélagi Reykjavíkur

15 ára og yngri stúlkur úrslit 15 ára og yngri stúlkur

Því næst var komið að keppni í 17 ára og yngri stúlkur. Þar voru mættar til leiks 4 stúlkur.  í þessum hóp er raðað í sæti. Stúlkurnar í efstu þrem sætunum fengu verðlaun og hinar fengu viðurkenningu í keppnis röð.

17 ára og yngri úrslit

1. sæti Kolbrún Klara Lárusdóttir Fjölnir

2. sæti Vigdís Björg Einarsdóttir Fjölnir

3. sæti Birta María Þórðardóttir Fjölnir

4. sæti Ylfa Rán Hjaltadóttir Fjölnir

17 ára og yngri stúlkur

Þá var komið að keppni í hópum Special Olympics Level 1 og 2. Þetta er í fyrsta skipti sem flokkar Special Olympics eru með á Vinamóti það var mjög ánægjulegt að þau skyldu þiggja boðið um þátttöku og verður þeim boðið til leiks hér eftir. Alls mættu 6 stúlkur til leiks og stóðu þær sig allar mjög vel.

SO hópmynd

Í hópnum Special Olympics Level 1 8 ára og yngri var mætt til leiks Hulda Björk Geirdal Helgadóttir frá Öspinni. Ekki var raðað í sæti í þessum hóp heldur fékk hún afhenta viðurkenningu.

SO 8 ára og yngri

Í hópnum Special Olympics level 2 9-11 ára var mætt til leiks Sóldís Sara Haraldsdóttir frá Öspinni. Ekki var raðað í sæti í þessum hóp heldur fékk hún afhenta viðurkenningu.

SO level 2 9 - 11 ára

Í hópnum Special Olympics level 1 16 - 21. árs voru mættir til leiks tveir keppendur. Í þessum flokk er raðað í sæti.

1. sæti Védís Harðardóttir

2 sæti Gunnhildur Brynja Bergsdóttir

SO level 1 16-21 árs

Í hópnum Special Olympics level 2 16-21 árs var mætt til leiks Nína Margrét Ingimarsdóttir og varð hún í 1. sæti.

SO level 2 16-21

Í hópnum Special Olympics level 2 22 ára og eldri var mætt til leiks Þórdís Erlingsdóttir og hafnaði hún í 1. sæti.

SO level 2 22 ára og eldri

Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með árangurinn. Einnig þökkum við keppendum, þjálfurum og gestum fyrir komuna á þetta skemmtilega mót og hlökkum til að sjá ykkur sem flest á næsta ári

Listhlaupadeild SA