Vegna æfinga næstu daga!

Við viljum vekja athygli foreldra og iðkenda á því að til að fjármagna maíæfingar er svellið til útleigu fyrir hópa.  Leigan getur verið bókuð með mjög litlum fyrirvara og verðum við að vera mjög sveigjanleg með æfingar.  Komið getur til þess að æfingatímum verði breytt með litlum fyrirvara og jafnvel getur það komið upp að ísæfingar falli niður en þá verður í staðinn boðið upp á af ís.  Þess vegna er mikilvægt að allir iðkendur komi alltaf á æfingar með það í huga að það gæti verið af ís, þannig að allir verða ALLTAF að mæta með bæði föt til að æfa í á ís og líka af ís!  Við munum að öllum líkindum hafa svellið til 10. maí!!
Munið eftir því að fara reglulega inná heimsíðuna til að fá upplýsingar um æfingar, það verður mikið um breytingar og oft með mjög stuttum fyrirvara!