Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla hefst á þriðjudag

Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla í íshokkí hefst næstkomandi þriðjudag, 3. apríl þegar SA Víkingar taka á móti Esju í 1. leik í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 19.30. SA Víkingar eru deildarmeistarar en það telur bara ekki neitt í úrslitakeppninni. Leikir liðanna hafa verið svakelga jafnir og spennandi í vetur þar sem 4 af 6 leikjum hafa farið í framlengingu eða vítakeppni. SA Víkingar unnu Esju í úrslitakeppninni árið 2016 en Esja vann 2017. Hver verður Íslandsmeistari árið 2018? Mætum í Skautahöllina og styðjum okkar lið til sigurs. Aðgangseyrir 1500 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

2. leikur fer fram í Laugardal fimmtudaginn 5. apríl kl. 19.30
3. leikur fer fram í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 7. apríl kl. 17.00
Ef til kemur verða 4. og 5. leikur spilaðir 10. apríl í Laugardal og 12. apríl á Akureyri