Úrslitakeppni B-liða hefst í kvöld

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (07.01.2014)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (07.01.2014)

Jötnar eru á suðurleið og mæta Húnum í fyrsta leik úrslitakeppni B-liða í meistaraflokki karla á Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn verður í Egilshöllinni og hefst kl. 19.30. Annar leikurinn verður á Akureyri á laugardag.

Húnar enduðu ofar á töflunni í deildarkeppninni og eiga því oddaleiksréttinn í þessari rimmu. Vinna þarf tvo leiki til að hampa titlinum.

Akureyringar og aðrir stuðningsmenn Skautafélags Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að mæta í Egilshöllina í kvöld (það er frí hjá kvennalandsliðinu, enginn leikur í Laugardalnum í kvöld). Hvatning og stuðningur áhorfenda getur fleytt liðinu yfir þann þröskuld sem þarf til að vinna útileikinn.

Leikur kvöldsins: Leikmannalistar