Úrskurður dómstóls ÍSÍ í máli Bjarnarins gegn SA

Þau tíðindi gerðust nú áðan að dómsorð voru birt í ofangreindu máli og var niðurstaðan sú að kærunni var vísað frá dómi sökum þess að grein 10.7.2 sem kært var eftir á eingöngu við um úrslitakeppni en ekki undankeppni. Sem sagt málið féll SA í vil. Hér má lesa dóminn í heild sinni.