Upplýsingar og boð á erlend mót

Reglulega berast okkur boð og auglýsingar um krullumót erlendis, svipuð og Ice Cup. Hér eru upplýsingar um nokkur.

Til að opna skjöl um viðkomandi mót, smellið þá á nafn þess:

Marseille í Frakklandi:
Massilia Curling Cup - 11.-12. september 

Vilnius í Litháen:
Vilnius Cup Akropolis 2010 - 22.-23. október

Kaupmannahöfn, Danmörku:
Tårnby Cup - 4.-7. nóvember

Fyrir það krullufólk sem notar Facebook má einnig minna á hóp sem þar hefur verið til í nokkurn tíma og er ætlað að safna saman upplýsingum um krullumót um allan heim. Þar er nú til dágíður listi yfir mót og dagsetningar, og eru upplýsingar geymdar þar þó móti sé lokið þannig að hægt sé að finna tengiliði og sjá tímasetningar á mótum ef einhvern langar á einhvern tiltekinn stað í framtíðinni. Facebook hópurinn er hér.