Karfan er tóm.
Ungmenna U22 liðið okkar gerði sér lítið fyrir og sigraði meistaraflokk Fjölnis í gærkvöld í Toppdeild karla. Úrslitin eru í raun ótrúleg en fullkomlega verðskulduð því liðið okkar spilaði frábæran hokkíleik og voru sterkari aðilinn í leiknum. Bjarmi Kristjánsson var frábær í leiknum fyrir SA en hann skoraði 3 mörk og átti auk þess eina stoðsendingu. Robbe Delport og Marek Vybostok skoruðu báðir 2 mörk í leiknum og Bjarki Jóhannsson eitt mark. Elías Rúnarson var eins og klettur í markinu í sínum fyrsta leik í meistaraflokki og var með 31 pökk varðan og 93,9% markvörslu.