Unglingalandsmót UMFÍ - Dagskrá Krulla og Hokkí

Það verður líf og fjör um helgina í skautahöllinni þar sem Landsmót UMFÍ fer fram. Dagskráin hefst kl 10.00 á laugardag með keppni í Listhlaupi en nánari tímasetningar og keppnisröð má sjá í næstu frétt hér fyrir neðan. Krullan er fjölskyldugrein á landsmótinu og er öllum velkomið að koma spreyta sig á steinunum frá kl 15.00 á laugardeginum. Á sunnudag er sýningarleikur hjá hokkídeild þar sem efnilegustu unglingar félagsins sýna listir sínar en leikurinn hefst kl 13.20 og stendur yfir í tæpa klukkustund.