Undirbúningur fyrir Ice Cup - vinnutörn á þriðjudagskvöld kl. 19.30

Vinna við undirbúning fyrir Ice Cup er nú í fullum gangi, bæði á svelli og utan þess. Vinnufúsar hendur krullufólks eru velkomnar í Skautahöllina annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.30. Þá heldur áfram vinna við merkingar og frágang á svelli, sem og standsetningu, þrif og annað í tengslum við sjopp og veitingaaðstöðuna.