Tvöfaldur sigur á Bautamótinu (uppfærð frétt)

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (vormót 2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (vormót 2013)


Um helgina fór fram bikarmót í 4. flokki í íshokkí - Bautamótið. SA stóð uppi sem sigurvegari bæði í keppni A-liða og B-liða.

Stigahæstur í A-liðinu var Heiðar Örn með 8 mörk og tvær stoðsendingar. Axel Snær kom næstur með 7 mörk og Sunna Björgvins með 4 mörk. Hjá B-liðinu var Kolbrún María langstigahæst, skoraði 9 mörk og átti fjórar stoðsendingar.

Sarah Smiley, þjálfari, var ánægð með mótið og árangurinn: "Mótið gekk mjög vel og ég held að allir þátttakendur hafi notið þess að taka þátt. Við getum þakkað foreldrum, sjálfboðaliðum og starfsfólki fyrir það. Það var gaman að sjá hve vel bæði 4A og 4B spiluðu og létu pökkinn ganga mjög vel innan liðsins. Það er líka gaman að sjá svona gott hokkí strax í upphafi tímabilsins því liðin eiga bara eftir að bæta sig."

Úrslit leikja:

A-lið
SR-Björninn 5-9
SA-SR 10-2
Björninn - SA 0-2
SR - SA 3-9
SA - Björninn 1-4
Björninn - SR 6-4 

B-lið
Cougars - SA 2-5 
SA - Cougars 4-2 
Cougars - SA 2-4
SA - Cougars 8-1