Tvíhöfði hjá SA í Hertz-deild kvenna um helgina

Tveir leikir fara fram á Akureyri um helgina í Hertz-deild kvenna þegar Fjölnir sækir okkar stúlkur heim í tvíhöfða. Leikirnir eru á laugardag kl. 17.45 og sunnudag kl. 9.00. Liðin mætust síðast í Egilshöll í september en þá sigraði SA með 5 mörkum gegn 3. Það er áhorfendabann á leikina en þeim verður báðum streymt í beinni útseningu á ÍHÍ-TV.